Höfundur: Golfklúbbur

Sveitakeppni GSÍ

Sveitakeppni kvenna fer nú fram á Hlíðarendavelli. Hægt er að fylgjast með á twitter.com  – slóðin er gssgolf@gssgolf Völlurinn verður opinn almenningi frá 19:00 og fram eftir kvöldi. Félagar á Sauðárkróki eru hvattir til að koma á völlinn og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Bæði lið GSS sigruðu í fyrstu umferð. Konurnar sigruðu lið Ólafsfjarðar 3-0 og karlarnir lið Þorlákshafnar 3-0.

 

Categories: Óflokkað

Púttnámskeið

Nú er ágúst að hefjast og enn besti tíminn framundan varðandi gæðinn á golfvellinum. Þannig þá ætti að vera möguleiki á að lækka forgjöfina enn frekar. Eins og allir vita eru púttin afar mikilvæg og eflaust hafa margir áhuga á að fækka höggunum á hverjum hring.

Hvenær: mánudagurinn 28. júlí
Hvar: á púttflötinni við golfskálann
Klukkan: 19:00 – 20:00
Verð: 2500 kr per pers
Hámark: 6
Lágmark: 3
Skráning: tilkynna þáttöku á hlynurgolf@gmail.com

Golfkveðja

Hlynur Þór

 

Categories: Óflokkað

Demodagur á Hlíðarenda miðvikudaginn 4.júní

Þorsteinn Hallgrímsson
Þorsteinn Hallgrímsson

Demodagur á Hlíðarenda miðvikudaginn 4.júní kl. 16-19
Þorsteinn Hallgrímsson kylfusmiður og golfkennari kynnir nýjustu kylfurnar frá Titleist, Callaway, Cobra, Ping og Mizuno. Dræverar, brautartré, járn, blendingskylfur, pútterar, golfpoka og kerrur.  Þar geta kylfingar, byrjendur sem lengra komnir prófað allt það nýjasta í golfkylfum.

Við hvetjum sem flesta til að nota tækifærið og ræða við sérfræðinga í golfinu!

Stjórn GSS

Categories: Óflokkað