Mánuður: júlí 2013

Kvennamót GSS 2013 – 10 ára afmælismót

Kvennamót GSS var haldið í tíunda sinn laugardaginn 6. júlí. Keppendur voru 52, flestar frá Sauðárkróki en einnig frá Grundarfriði, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Ólafsfirði og Hveragerði.  Kærar þakkir fyrir komuna stelpur!

Í fimm efstu sætunum voru:
1. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS með 36 punkta.
2. Matthildur Kemp Guðnadóttir GSS með 35 punkta.
3. Árný Lilja Árnadóttir GSS með 35 punkta.
4. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS með 34 punkta.
5. Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS með 33 punkta.

Á Kvennamótum GSS er hlaðborð vinninga og fá allar að velja sér vinning.

Categories: Óflokkað

Kvennamótið á morgun

Fjöldi kvenna er skráður á Opna kvennamót GSS, sem haldið verður á morgun laugardag. Enn eru þó nokkur sæti laus fyrir áhugasamar konur. Veðurspáin er þokkaleg. Þótt búast megi við smávægilegri rigningu ætti vindur að vera hægur.

Skráning er á www.golf.is

Categories: Óflokkað

Úrslit í Opna Icelandairgolfers

Opna Icelandairsgolfers fór fram á Hlíðarenda laugardaginn 29 júní. Leikfyrirkomulagið var höggleikur með og án forgjafar. Helstu úrslit í höggleik án forgjafar: 1. sæti Ólafur Unnar Gylfason GÓ á 76 höggum. 2 sæti Oddur Valsson GSS á 77 höggum. 3. sæti Bergur Rúnar Björnsson GÓ á 79 höggum. Háður var bráðabani um þriðja sæti þar sem Bergur Rúnar og Arnar Geir Hjartarson GSS voru báðir á 79 höggum. Níunda hola féll á pari en Bergur Rúnar sló síðan nær holu af 100 metra færi.
Úrslit í höggleik með forgjöf:  1. sæti var Hákon Ingi Rafnsson GSS á 66 höggum nettó. 2 sæti Sævar Steingrímsson GSS á 68 höggum nettó. 3 sæti Stefán Atli Agnarsson á 70 höggum nettó. 

Icelandairgolfers er þakkaður stuðningur en samtals nam andvirði verðlauna 100 þúsund krónur.

Categories: Óflokkað