Mánuður: júní 2013

Landsmót UMFÍ

Vakin er athygli á að skráning á Landsmót UMFÍ, sem fram fer á Selfossi rennur út á mánudag. Öllum er heimilt að skrá sig til leiks á vef UMFÍ og eru félagsmenn hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega móti.

Categories: Óflokkað

Örnámskeið hjá golfkennara

Mark Irving býður upp á örnámskeið í golfi á æfingarsvæðinu þrisvar sinnum í næstu viku. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og láta kíkja á sveifluna. Þá eru lausir tímar í golfkennslu og í byrjendanámskeið sem hefst n.k. mánudag.

 Komdu og láttu Mark Irving skoða sveifluna þína.

 Allir velkomnir á eftirfarandi tímum.

Sunnudagur 23.6. 10.00  á æfingasvæðinu

þriðjudagur 25.6  19.00  á æfingasvæðinu

Fimmtudagur 27.6   19.00 á æfingarsvæðinu

Verð: 1000,- á mann. 1 fata af boltum innifalin.

Engin skráning. Bara að mæta.

Sjámst

Mark 

 Sími. 6617827

Categories: Óflokkað

Jónsmessugleði

Föstudaginn 21. júní verður haldin Jónsmessugleði GSS fyrir félaga 18 ára (f. 1995) og eldri. 20 ára (f. 1993) og eldri eru einir tækir til verðlauna til samræmis við landslög varðandi innihlad verðlaunagripsins. Leikið er sem fyrr um hinn alræmda farandpela og Jónsmessumeistari hlýtur að launum hinn silfurslegna grip áfylltan þrúgnagullnum tárum til varðveislu í eitt ár og skal gripnum skilað að ári jafnfullum. Hlotnast meistara sá mikli heiður að fá nafn sitt grafið á gripinn.
Leiknar verða 9 holur teknar að hætti Muggs vallarstjóra og þungar þrautir lagðar fyrir kylfinga. Allir ræstir út klukkan 20:00. Söngur, glens og gaman, undan, á meðan og eftir á.
Daginn eftir fjölmennum við á Skagaströnd í 1. Norðvesturþrennu sumarsins.

Categories: Óflokkað